07.05.1929
Efri deild: 63. fundur, 41. löggjafarþing.
Sjá dálk 326 í C-deild Alþingistíðinda. (2485)

51. mál, yfirsetukvennalög

Frsm. minni hl. (Jón Þorláksson):

Það er af fjárhagsástæðum, að minni hl. gat ekki sjeð sjer fært að ganga að þessu frv. Við lítum svo á, að auk þess sem þetta eru mikil útgjöld fyrir ríkissjóð, þá sje einnig með þessu stigið svo stórt spor í hækkunaráttina, að það getur ekki hjá því farið, að aðrir launaflokkar komi á eftir og krefjist hins sama. Hinsvegar höfum við lýst því í nál. okkar, að við til samkomulags getum gengið inn á nokkra hækkun. Nú hefir hæstv. fjmrh. komið fram með brtt. á þskj. 498, er miða í þessa átt, en þetta heyrir undir hans stjórnardeild. Að öðru leyti skal jeg ekki fara fleiri orðum um þetta f. h. minni hl., en jeg geri ráð fyrir, að hæstv. fjmrh. geri grein fyrir afstöðu ríkissjóðs til þessa, og þeim útgjalda auka, er þetta leiðir af sjer.