06.05.1929
Neðri deild: 62. fundur, 41. löggjafarþing.
Sjá dálk 389 í C-deild Alþingistíðinda. (2540)

50. mál, sala á jarðarhluta í landi Neskaupstaðar

Frsm. meiri hl. (Magnús Guðmundsson):

Þetta frv. er þess efnis að selja Neskaupstað í Norðfirði þann hluta af kaupstaðarlóðinni, sem ríkissjóður á, og sumpart tilheyrir kirkjujarðasjóði og sumpart umboðssjóði. Meiri hl. allshn. telur rjett að selja þessa lóð, ekki síst þar sem þarna er um lítinn hluta af kaupstaðarlóðinni að ræða, en kaupstaðurinn hefir hinsvegar mikinn áhuga fyrir að ná þessari lóð undir sig, og hefir þegar keypt sumt, sem var í eign einstakra manna. Það má auðvitað segja, að þessi lóð eigi eftir að verða verðmeiri, en þingið hefir ekki til þessa sett það fyrir sig, enda virðist sanngjarnt að láta íbúana njóta góðs af þessu.

N. hefir athugað það, eftir því hvað þessi jarðarhluti gefur af sjer, hvað rjett mundi að selja þessa lóð háu verði, og gerir ráð fyrir um 30. þús. kr.

Jeg sje ekki ástæðu til að fara um þetta fleiri orðum fyr en jeg hefi heyrt ástæður minni hl., en eins og jeg tók fram í upphafi, leggur meiri hl. n. til, að frv. verði samþ.