11.03.1929
Neðri deild: 19. fundur, 41. löggjafarþing.
Sjá dálk 400 í C-deild Alþingistíðinda. (2549)

61. mál, sala á nokkrum hluta prestssetursins Hólma

2549Magnús Torfason:

Út af orðum hv. 1. þm. Reykv. (MJ) vil jeg geta þess, að jeg kannast ekki við það fyrir hönd Alþingis, að það vilji sneiða af prestssetrum eða kirknafjám. Jeg hefi altaf skilið það svo, að Alþingi væri sannkristilegt í anda, eins og vera ber, og vildi styrkja kirkjur og kirkjunnar menn. Á þinginu í fyrra bar jeg fram frv., sem fór í þá átt að auka og bæta landareign eins prestakalls. En hvernig var því tekið? Með offorsi af kirkjunnar mönnum, en allur almenningur tók því tveim höndum og sýndi í því, að hann vill styðja kirkjuna í hennar góða og gagnlega verki.