20.04.1929
Neðri deild: 50. fundur, 41. löggjafarþing.
Sjá dálk 756 í C-deild Alþingistíðinda. (2712)

1. mál, lánsfélög

Frsm. (Jörundur Brynjólfsson):

N. hefir ekki átt kost á að bera sig saman um brtt. hv. 1. þm. Reykv., en þar sem ekki er um meira atriði að ræða, þá skiftir það ekki miklu máli. Það er rjett, að nafnið, sem n. lagði til, er mjög líkt heitinu á þessum 1. frá í fyrra. Það er aðeins sá munurinn, að nafnið er í fleirtölu eftir okkar frv., en í eintölu á 1. frá í fyrra. N. hefir því óbundin atkv. um þetta, og býst jeg við, að menn láti sjer á sama standa um svo smávægilegt atriði. Þó þykir mjer það heiti, sem frv. nú hefir, betra.

N. hefir sjálf leyft sjer að bera fram brtt. við 14. gr., og er það aðeins breyting á einu orði, að í staðinn fyrir „ráðherra“ komi atvinnumálaráðherra. Það var upphaflega tilætlunin, að þetta heyrði undir atvmrh., en til þess að taka af öll tvímæli, kom n. fram með þessa brtt.