20.02.1929
Neðri deild: 3. fundur, 41. löggjafarþing.
Sjá dálk 788 í C-deild Alþingistíðinda. (2730)

20. mál, atvinna við siglingar

Fors.- og atvmrh. (Tryggvi Þórhallsson):

Jeg vil taka það fram, að jeg viðurkenni það ekki, að kalt andi til bátaútvegsins frá stj. (PO: Jeg sagði það ekki). Nei, jeg veit það. Hv. þm. Borgf. (PO) beindi þessu til stjórnar Fiskifjelagsins. En jeg lít svo á, að Fiskifjelagið eigi að vera hið sama fyrir sjávarútveginn og Búnaðarfjelagið er fyrir landbúnaðinn. Og það er ekki nema eðlilegt, að þingið fái að sjá framan í þær óskir, sem stjórn Fiskifjelagsins ber fram, og þar er ríkisstjórnin næst til atbeina. Hinsvegar er ekki hægt að framfylgja þessum lögum án óþæginda fyrir sjávarútveginn, og ef hv. þm. Borgf. og hv. sjútvn. fallast á að laga ósamræmið á einhvern annan hátt, geri jeg ekki ráð fyrir, að stj. setji sig á móti því. En ef framfylgja á þessum 1. eins og þau eru, verður það ekki gert án mikilla óþæginda fyrir sjávarútveginn.