21.03.1929
Neðri deild: 28. fundur, 41. löggjafarþing.
Sjá dálk 805 í C-deild Alþingistíðinda. (2748)

31. mál, sjómannalög

Ólafur Thors:

Það er dálítið einkennilegur skilningur á orðum mínum, sem kom fram í síðustu ræðu hæstv. fors.- og atvmrh. Jeg veit satt að segja ekki, hvernig jeg á að haga orðum mínum, svo að hann taki þau ekki sem traustsyfirlýsingu. Jeg vítti, hvernig nefndin var skipuð og þann óþarfa kostnað, er af því leiddi. Í hana vantaði sem sje umboðsmenn frá siglingafjelögunum, útgerðarmönnum og skipstjórum.

Ef hæstv. forsrh. telur þetta gælur, þá verð jeg líklega að klappa honum með handarbakinu næst, svo að honum þyki jeg ekki of mjúkhentur.