19.03.1929
Neðri deild: 26. fundur, 41. löggjafarþing.
Sjá dálk 841 í C-deild Alþingistíðinda. (2783)

6. mál, hveraorka

Fors.- og atvmrh. (Tryggvi Þórhallsson):

Það, sem þeir fundu sjerstaklega að þessu frv., hv. 1. þm. Árn. og hv. þm. Mýr., var einmitt, að felt var úr 1. gr. þess, að jarðhiti skyldi vera látinn fylgja með hverum og laugum. Það er þetta, sem aðallega bendir á rán. Till. um að fella þetta orð burtu var borin fram í Ed. af sjálfum form. Íhaldsflokksins, og samþ. þar með atkv. allra íhaldsmannanna og þeirra tveggja jafnaðarmanna, sem þar eiga sæti.