19.03.1929
Neðri deild: 26. fundur, 41. löggjafarþing.
Sjá dálk 841 í C-deild Alþingistíðinda. (2784)

6. mál, hveraorka

Magnús Guðmundsson:

Jeg er alveg steinhissa á hæstv. forsrh., að hann skuli geta fengið af sjer að gera að umtalsefni, þó að felt sje burtu þetta eina svigaorð úr 1. gr., sem sett var eingöngu til skýringar. Hann nefnir ekki 12. gr., sem veitir öllum rjett til þess að bora eftir hita og hagnýta sjer orku í annars manns landi, og svo veitir hún landeiganda ekki annan rjett, en að það á að tilkynna honum hvernig komið sje. Er það næsta furðulegt, að hæstv. forsrh. skuli fá sig til þess að mæla með þessu.