26.04.1929
Efri deild: 54. fundur, 41. löggjafarþing.
Sjá dálk 389 í B-deild Alþingistíðinda. (279)

10. mál, útfutningsgjald af síld o.fl.

Ingvar Pálmason:

Frv. þetta er komið til d. aftur frá hv. Nd., sem hefir gert þær breyt. á því, að numin hefir verið burt tollhækkunin á síldar- og fiskimjöli og lækkaður tollurinn á óþurkuðum fiskúrgangi úr 60 aurum niður í 50 aura. þessar breyt. skifta töluverðu máli, sjerstaklega sú, er jeg fyr nefndi, en þar sem hv. Nd. virðist standa fast saman um þessar breyt., má búast við, að það sje að berja höfðinu við stein að ætla sjer að lagfæra þetta. Jeg hefi því ekki komið með neinar till. í þá átt að færa frv. í það form, sem það var í þegar það fór hjeðan til hv. Nd. Það er um tvent að gera: að samþ. frv. eins og það nú er eða fella það. En jeg get skilið, að ýmsum þyki það viðurhlutamikið að fella frv., vegna þess að um þetta efni hafa nú gilt bráðabirgðal. um nokkurn tíma. Jeg mun því ekki hafa afskifti af því, hvernig atkvgr. fer, en læt hv. d. um það, hvort hún vill samþ. frv. eða fella.