21.02.1929
Efri deild: 4. fundur, 41. löggjafarþing.
Sjá dálk 844 í C-deild Alþingistíðinda. (2792)

21. mál, atkvæðagreiðsla um nafn Ísafjarðarkaupstaðar

Dómsmrh. (Jónas Jónsson):

Þetta er einfalt mál og þarf eigi langrar greinargerðar. Í frv. er gert ráð fyrir að gefa íbúum Ísafjarðarkaupstaðar rétt til að skifta um nafn á kaupstaðnum, ef þeir vilja. Æski þeir þess eigi, nær framkvæmd frv. eigi lengra, þó að það yrði að lögum nú. Eins og kunnugt er, gáfu erlendir menn kaupstaðnum það nafn, sem hann ber nú, vegna ókunnugleika, á sama hátt og þeir nefndu t. d. Akureyri Eyjafjörð. Er fremur óviðkunnanlegt að halda því nafni, sem svo er til komið.

Jeg legg til, að frv. verði vísað til hv. allshn.