21.02.1929
Efri deild: 4. fundur, 41. löggjafarþing.
Sjá dálk 845 í C-deild Alþingistíðinda. (2795)

21. mál, atkvæðagreiðsla um nafn Ísafjarðarkaupstaðar

Dómsmrh. (Jónas Jónsson):

Jeg skal gefa þá skýringu, að hjer er um almenna málhreinsun að ræða, og því eigi óeðlilegt, að ríkisstjórnin eigi frumkvæðið í þessu máli. Raunar get jeg viðurkent, að þetta sje ekkert verulegt stórmál. En þá þykir mjer nokkuð langt gengið, ef það má ekki ganga til nefndar. Og eigi mundu þjóðræknir menn í Noregi hafa talið viðeigandi að hindra a. m. k. athugun á þessháttar máli.