21.02.1929
Efri deild: 4. fundur, 41. löggjafarþing.
Sjá dálk 846 í C-deild Alþingistíðinda. (2798)

22. mál, nöfn bæja og kaupstaða

Dómsmrh. (Jónas Jónsson):

Þetta frv. er náskylt því frv., sem hjer var áðan til umr. (Frv. til l. um atkvgr. um nafn Ísafjarðarkaupstaðar). Í því eru gerðar ráðstafanir til að hægt sje yfirleitt að breyta um nöfn kaupstaða, ef íbúar þeirra æskja þess. Jeg þykist vita, að þeir sömu menn, sem voru á móti hinu frv., sjeu þessu einnig andstæðir, en sje ekki ástæðu til að fara um það fleiri orðum á þessu stigi málsins.

Jeg legg til, að frv. verði, að umræðu lokinni, vísað til 2. umr. og hv. allshn.