02.03.1929
Neðri deild: 12. fundur, 41. löggjafarþing.
Sjá dálk 1267 í C-deild Alþingistíðinda. (2956)

48. mál, vegalög

Gunnar Sigurðsson:

Jeg vil aðeins taka það fram, sem form. samgmn., að jeg býst við að nefndin bíði eftir till. vegamálastjóra í þessum efnum. En hann mun koma heim úr utanför sinni um 24. þ. m. Hv. þdm. geta því ekki búist við, að nefndin afgreiði till. um vegamálin fyrri en hún hefir borið sig saman við vegamálastj., og mega þeir því ekki liggja n. á hálsi fyrir það, þó það kunni að dragast nokkuð.

Annars vil jeg geta þess, að jeg er mjög fylgjandi öllum samgöngubótum á landi, en það verður eigi komist hjá að takmarka framlögin til þeirra. Jeg geri ráð fyrir, að kröfur þær, sem hjer eru fram bornar, sjeu allar meira og minna sanngjarnar; en þó sje jeg ekki annað en að nefndin verði aðallega að fara eftir till. vegamálastjóra, að minsta kosti hlýtur nefndin að ráðfæra sig við hann.