02.03.1929
Neðri deild: 12. fundur, 41. löggjafarþing.
Sjá dálk 1270 í C-deild Alþingistíðinda. (2958)

48. mál, vegalög

Gunnar Sigurðsson:

Jeg hefði getað sparað mjer það ómak að standa upp nú, ef hv. þm. N.-Þ. (BSv) hefði verið inni þegar jeg talaði áðan. Jeg endurtek það, að jeg tel, að meðferð samgmn. viðvíkjandi vegalögunum hafi eigi verið allskostar eins og jeg hefði kosið. En vitalega ber jeg ekki ábyrgð á því, hvað samgmn. hefir gert á undanförnum árum, þar sem jeg var fyrst í henni árið sem leið, síðan síðasta breyting var gerð á vegalögunum. Þó að mjer sje málið skylt, verð jeg að segja það, að jeg legg allra manna mest áherslu á samgöngur á landi. — En ef það ætti að taka til greina allar þær till., sem fram koma á þingi um breytingar á vegakerfinu, þá fylgir því ókleifur kostnaður fyrir ríkissjóð.

Jeg ber það traust til vegamálastjóra að jeg vil taka tillit til ráða hans. Það er ákveðið að hann kemur heim 24. þ. m., eins og jeg hefi áður tekið fram. Út af ummælum hv. þm. N.-Þ. (BSv) vil jeg mótmæla því, að bifreiðar sjeu að útrýma járnbrautunum alment. Slíkt hefir aðeins komið fyrir þegar um stuttar vegalengdir hefir verið að ræða, og þó óvíða mjög.