15.04.1929
Efri deild: 45. fundur, 41. löggjafarþing.
Sjá dálk 1299 í C-deild Alþingistíðinda. (3003)

59. mál, ófriðun sels í Ölfusá

Fjmrh. (Einar Árnason):

Jeg vil leyfa mjer að gera litla fyrirspurn til hv. n., út af frv.

Jeg vildi gjarnan fá að vita, hvernig á því stendur, að í síðari málslið 3. gr. er gert ráð fyrir því, að ríkissjóður greiði bætur til núverandi prests í Arnarbæli, en hinsvegar er á öðrum stað í frv. gert ráð fyrir, að laxveiði-eigendum sje gert að skyldu að greiða þessar bætur til annara. Jeg sje ekki í fljótu bragði, að ástæða sje til þess að ríkissjóður greiði neinar bætur. Jeg vil því spyrja hv. n., hvort hún sæi ekki fært að fella niður síðari lið 3. gr.