24.04.1929
Efri deild: 53. fundur, 41. löggjafarþing.
Sjá dálk 1307 í C-deild Alþingistíðinda. (3015)

59. mál, ófriðun sels í Ölfusá

Halldór Steinsson:

Það hafa eiginlega engar ástæður komið fram gegn brtt. mínum. Mjer finst það vera undarlegt rjettlæti hjá hæstv. fjmrh. að geta verið með brtt., bara ef síðari liðurinn er feldur burt. Hann ætlast til, að engar bætur verði greiddar prestinum fyrir missi selveiðinytja. Hversvegna á Arnarbæli að vera eina jörðin, sem engar bætur eru greiddar vegna missis selveiðinnar? Það er mjög ranglátt, enda er það alveg rjett hjá hæstv. forseta (GÓ), að það má fastlega gera ráð fyrir því, þegar prestaskifti verða og hlunnindin eru fallin burtu, að ríkissjóður komist alls ekki hjá því, að greiða einhverjar bætur í staðinn til Arnarbælis.