20.03.1929
Neðri deild: 27. fundur, 41. löggjafarþing.
Sjá dálk 1312 í C-deild Alþingistíðinda. (3027)

63. mál, hlutafélög

Flm. (Hjeðinn Valdimarsson):

Eftir núgildandi 1. um hlutafjelög, er ekki greinilega kveðið á um, hvaða gögn þau eigi að láta af hendi við lögreglustjóra. Þetta frv. fer fram á, að hlutafjelög sendi reikninga sína til lögreglustjóra, og að almenningur hafi aðgang að þeim þar. Svipuð ákvæði eru víða erlendis. Þetta er gert til þess, að almenningur eigi tiltölulega greiðan aðgang að áreiðanlegum upplýsingum um hag hlutafjelaga og starfsemi þeirra, en þau eru orðin svo umsvifamikil í framleiðslu og viðskiftum, að þetta virðist með öllu sjálfsagt. Jeg vil líka geta þess, að hlutafjelögin eru flest rekin með takmarkaðri ábyrgð, svo að það gegnir alt öðru máli með þau en fyrirtæki einstakra manna, sem rekin eru með fullri ábyrgð.

Jeg sje ekki ástæðu til að fara nánar út í frv. að sinni, en vil mælast til, að því verði vísað til allshn., þegar þessari umr. er lokið.