07.05.1929
Neðri deild: 63. fundur, 41. löggjafarþing.
Sjá dálk 1542 í C-deild Alþingistíðinda. (3091)

68. mál, háskólakennarar

Hannes Jónsson:

* Til viðbótar því, sem hv. 1. þm. N.-M. tók fram, vil jeg segja það, að mjer finst óviðkunnanlegt að gera dócenta háskólans að prófessorum fyrir þær sakir einar að hækka beri laun þeirra. Það mætti alveg eins hækka laun þeirra, án þess að þeir væru gerðir að prófessorum. Hv. 1. þm. N.-M. tók það rjettilega fram, að með breytingu á launum þessara manna gæti komið fram ósamræmi við laun annara hliðstæðra embættismanna, og mætti því búast við, að kröfur um bætt launakjör kæmu frá fjölda embættismanna.*

Ræðulokin vantar í handr. skrifarans.*

Ræðuhandrit óyfirlesið.