05.04.1929
Neðri deild: 37. fundur, 41. löggjafarþing.
Sjá dálk 1613 í C-deild Alþingistíðinda. (3212)

113. mál, ábúðarlög

Jón Sigurðsson:

Jeg mun ekki leggja sjerstakt kapp á, að þetta mál verði rætt nú við 1. umr., en jeg get ekki neitað því, að sem nefndarmaður í landbn. kysi jeg heldur að fá að heyra álit manna um frv. nú heldur en síðar, þegar n. væri búin að gera sínar till. Það væri æskilegra, að menn fengju tækifæri til að koma fram með aths. sínar nú strax, svo að n. fái tækifæri til að vega þær og meta. Er enn frekari ástæða til þessa, þar sem frv. er nýlega fram komið, og hefir að geyma mikilvægar breytingar á ábúðarlöggjöfinni. — Annars vil jeg á engan hátt tefja málið; síður en svo.