09.04.1929
Neðri deild: 40. fundur, 41. löggjafarþing.
Sjá dálk 413 í B-deild Alþingistíðinda. (323)

95. mál, hafnarlög fyrir Vestmannaeyjar

Magnús Torfason:

Það er farið að blanda hjer inn í öðru máli. Hvað það atriði snertir, sem hv. þm. Vestm. gat um, þá er frá því að segja, að í þeirri sömu n. var á ferðinni frv. um Fiskiveiðasjóð, og jeg hygg, að rjettara sje að styðja smábátaútveginn með honum, og það er ekki mjer að kenna, að það frv. fór ekki fram á frekari fjárframlög heldur en varð. Hjer er aðeins spurning um aðferðina í þessu máli, en jeg hygg rjettast, að bátaútvegurinn verði út af fyrir sig. Annars er rjett að vísa til þess, sem hæstv. forsrh. lýsti yfir um þetta, að hann myndi leggja áherslu á að koma því til leiðar, að bátaútvegurinn yrði ekki ver settur að sínu leyti heldur en landbúnaðurinn til að fá slík lán.