17.05.1929
Efri deild: 72. fundur, 41. löggjafarþing.
Sjá dálk 1729 í C-deild Alþingistíðinda. (3272)

117. mál, skipun barnakennara og laun

Forseti (GÓ):

Það hefir að vísu farið fram atkvgr. með nk. um þetta mál, og sömuleiðis um annað málið hjer á dagskránni (Frv. til 1. um breyting á yfirsetukvennalögum). En ef enginn hv. þdm. hefir á móti því að greiða atkv. um málið aftur, þá þætti mjer það vel farið; en auðvitað, ef mælt er á móti, því, þá mundi jeg verða að kveða upp úrskurð um málið. En ef haft verður á móti því, að greiða atkvæði aftur í þessu máli, þá fer jeg ekki að biðja um það í hinu málinu, því það mundi auðvitað fara á sömu leið.