17.05.1929
Efri deild: 72. fundur, 41. löggjafarþing.
Sjá dálk 1730 í C-deild Alþingistíðinda. (3273)

117. mál, skipun barnakennara og laun

Halldór Steinsson:

Mjer finst óþarfi að greiða aftur atkvæði um málið með nafnakalli. Það hefir þegar farið fram atkvgr., og liggur ekkert annað fyrir en úrskurður forseta.

En í fyrra málinu stóð svo á, að sá, sem ekki greiddi atkvæði, bauðst til að greiða atkvæði síðar. — Ef sami maður vill nú greiða atkvæði og forseti taka það til greina, þá finst mjer, að það geti vel farið svo, án þess að aðrir greiði atkvæði aftur.