17.05.1929
Efri deild: 72. fundur, 41. löggjafarþing.
Sjá dálk 1730 í C-deild Alþingistíðinda. (3274)

117. mál, skipun barnakennara og laun

Forseti (GÓ):

Þetta er alveg rjett hjá hv. þm. Snæf. (HSteins), að jeg tók það ekki til greina, eftir að þm. hafði fyrst neitað því, og það er eins, ef menn ekki vilja greiða atkv. um það mál nú. Mjer þótti of seint boðið að greiða atkv., jeg kann ekki við á sama fundinum að þiggja sama atkvæði, sem alveg nýlega hefir verið neitað að greiða, jeg get fremur þegið það atkvæði, þegar þm. hefir fengið tíma til að hugsa sig um, því að líklega er það ástæðan, þegar menn hika við að greiða atkvæði með nk., að menn eru ekki vel undir það búnir að greiða atkvæði.