17.05.1929
Efri deild: 72. fundur, 41. löggjafarþing.
Sjá dálk 1734 í C-deild Alþingistíðinda. (3280)

117. mál, skipun barnakennara og laun

Halldór Steinsson:

Ástæðan til þess að jeg greiddi ekki atkv. um þetta frv. var sú, að frv. um laun yfirsetukvenna hafði verið stöðvað hjer í deildinni, en jeg taldi rjett, að þessi frv. fylgdust að, þar sem þau að nokkru leyti eru skyld hvort öðru, því að í báðum tilfellum er farið fram á að bæta laun lágt launaðra starfsmanna. Jeg mun ekki skorast undan að greiða atkvæði í þessu máli, þegar sjeð er fyrir um afgreiðslu frv. um laun yfirsetukvenna.