22.04.1929
Neðri deild: 51. fundur, 41. löggjafarþing.
Sjá dálk 1738 í C-deild Alþingistíðinda. (3291)

119. mál, tekjuskattur og eignarskattur

Frsm. (Halldór Stefánsson):

Eins og nál. fjhn. ber með sjer, leggur n. til, að þetta frv. verði samþ. með nokkrum orðabreytingum. Eru þær í því fólgnar, að talað er í frv. um undirskattanefndir í mótsetningu við yfirskattanefndir. En í skattalögunum er orðið „undirskatta- nefnd“ ekki til, heldur aðeins skattanefndir og yfirskattanefndir. Þá þótti n. og rjett, að það kæmi skýrt fram, að ráðuneytið legði því aðeins úrskurð á ágreining, ef viðkomandi óskaði þess. En eins og það er í frv., mætti skilja það svo, að jafnan skyldi leggja ágreining undir úrskurð.

Einn nefndarmanna hefir skrifað undir nál. með fyrirvara, og mun hann gera grein fyrir afstöðu sinni.