24.04.1929
Neðri deild: 53. fundur, 41. löggjafarþing.
Sjá dálk 1768 í C-deild Alþingistíðinda. (3323)

120. mál, refarækt

Pjetur Ottesen:

Það er ekkert nýtt í þessu máli, að hv. þm. N.-Ísf. þykist sitja einn inni með alla þekkinguna. Sú samkepni, sem myndaðist á síðastliðnu vori, og olli verðhækkun á refum, bygðist ekki á því, að hjer væri um slátrunarrefi að ræða, heldur á því verði, sem var á lifandi refum á erlendum markaði. Og mjer finst það blátt áfram hlægilegt, þegar verið er að tala um samkepni í þessum efnum, eftir að búið er að veita 2–3 mönnum einkarjettindi til að flytja út refi og útiloka alla aðra frá því að gera það. Það þýðir ekkert fyrir hv. þm. N.-Ísf. að ætla að bera á móti því, að verðhækkunin síðasta vor bygðist eingöngu á því, hve hátt verð var á lifandi refum á erlendum markaði, og tilgangur þessa frv. getur ekki verið annar en sá, að útiloka, að þetta verð geti komið öðrum til góða en þeim fáu mönnum, sem standa að þessum refabúum. En við, sem fylkjum okkur gegn þessu frv., viljum stuðla að því, eð eðlileg samkepni um verðið fái að njóta sín. Það er alt og sumt.