22.04.1929
Efri deild: 51. fundur, 41. löggjafarþing.
Sjá dálk 1877 í C-deild Alþingistíðinda. (3465)

84. mál, vélgæsla á mótorskipum

Frsm. (Erlingur Friðjónsson):

Sjútvn., er hefir haft frv. þetta til meðferðar, hefir orðið ásátt um að leggja til, að frv. verði samþ. með litlum breytingum. Meiri hl. n. hefir ekki viljað ganga inn á, að þeir menn, er ekki hafa meira skólanámi en gert er ráð fyrir í frv., fái að vinna sjer rjett til að stjórna stærri vjel en 100 hestafla. Jeg hefi gengið inn á þetta til samkomulags, enda vil jeg ógjarnan fara lengra en fært er í alla staði. Till. n. er því miðuð við þetta, að sá maður, er sýnt hefir með 12 mán. starfi, að hann er fær um að stjórna 35–50 hestafla vjel, öðlist rjett til að stjórna 50–100 hestafla vjel, en síðari mgr.

1. gr. falli því niður.

Með þessum orðum vildi jeg leggja með frv. og tel ekki ástæðu til að ræða það frekar, ef ekki koma fram andmæli.

Jeg skal þó geta þess, að vjelskip þau, er á veiðar ganga, munu að jafnaði ekki vera stærri en það, að í þeim sje 100 hestafla vjel eða minni. Afleiðingin af þessari breytingu verður því sú, að ekki þarf meiri lærdóm en frv. gerir ráð fyrir, til að taka að sjer vjelstjórn á veiðiskipum.

Þar sem mótorskóli sá, sem ráðgerður var í lögum frá 1924, er ekki enn stofnaður, þá er nauðsyn að rýmka nokkuð til í þessu efni, til þess að ekki verði hörgull á mönnum, er farið geta með þessar vjelar.