22.04.1929
Efri deild: 51. fundur, 41. löggjafarþing.
Sjá dálk 1941 í C-deild Alþingistíðinda. (3503)

118. mál, sala á landi Hvanneyrar í Siglufirði

Dómsmrh. (Jónas Jónsson):

Út af fyrirspurn hv. 4. landsk. skal jeg segja það eitt, að jeg er algerlega á móti því að selja landið. Ef frv. verður samþ., þá getur annað komið til greina. Salan getur dregist um stund, þar sem ætlast er til að hún fari ekki fram fyr en ábúendaskifti verða. Það er því engin trygging fyrir hv. þm. hvaða svör jeg veiti fyrirspurn hans, því það geta alt eins orðið aðrir, er um söluna fjalla. En verði frv. samþ. og fari salan fram í minni tíð, þá mun jeg ekki setja kaupstaðnum minni skilyrði en Akranesi voru sett, er það keypti Garða.

En frv. er ekki vel undirbúið. Það er ekki flutt að beiðni kaupstaðarins. Og þar sem hjer er um mikilsverða sölu að ræða, þá þyrfti að ganga betur frá. T. d. er ekkert tekið fram um það í frv., hvort ríkið beri ábyrgð á sjóvarnargarði þeim, er það hefir reist þar, eða hvort viðhaldið fellur á kaupstaðinn.