27.04.1929
Efri deild: 55. fundur, 41. löggjafarþing.
Sjá dálk 1947 í C-deild Alþingistíðinda. (3511)

118. mál, sala á landi Hvanneyrar í Siglufirði

Jón Jónsson:

Það voru aðeins örfá orð út af því, að hv. 4. landsk. þm. sagði, að frv. yrði hvorki fugl nje fiskur, ef fyrri brtt. okkar væri samþ. Jeg get ekki fallist á, að þetta sje rjett. Jeg veit þess dæmi, að þetta hefir átt sjer stað, að kaupstaðir fengju keypt beitilöndin í kring, án þess að verslunarlóðin fylgdi með. Og jeg fæ ekki betur sjeð en að Siglufjarðarkaupstaður geti haft mikið gagn af þessum kaupum, þó að verslunarlóðin sje undanskilin.