08.03.1929
Neðri deild: 17. fundur, 41. löggjafarþing.
Sjá dálk 8 í D-deild Alþingistíðinda. (3531)

54. mál, útflutningur hrossa

Hjeðinn Valdimarsson:

Jeg hefi ekkert á móti síðari hl. till. þessarar. En eins og hv. flm. talaði fyrir fyrri hl., þá virðist mjer hann vilja fara hjer inn á sömu braut og með áburðarlögunum í fyrra, að gefa flutninginn. Það eigi að beita áhrifum stj. til að fá lágt flutningsgjald hjá Eimskipafjelaginu. Það eigi að gefa hrossaeigendum hluta af rjettmætum tekjum fjelagsins. Þetta er óheilbrigt og mun jeg ekki greiða því atkv. En ef það er meining flm. að fá gjaldið einungis niður í sannvirði, þá hygg jeg, að það geti ekki munað afskaplega miklu fyrir hrossaeigendur frá því sem nú er.