08.03.1929
Neðri deild: 17. fundur, 41. löggjafarþing.
Sjá dálk 8 í D-deild Alþingistíðinda. (3532)

54. mál, útflutningur hrossa

Flm. (Gunnar Sigurðsson):

Jeg hefi ekki miklu að svara. Jeg get ekki álitið, að það sje gjöf, þó flutningsgjöldin lækki frá því, sem þau eru nú. Þar að auki hygg jeg, að Eimskipafjelagið hafi beinlínis haldið uppi flutningsgjöldum á þessari vörutegund. Jeg hefi átt tal um þau við forstjóra Sameinaða fjelagsins í Kaupmannahöfn, og gaf hann mjer góðar vonir um lækkun. En seinna var mjer tjáð, að það hafi orðið að samkomulagi við Eimskipafjelagið, að lækka ekki gjaldið. Og það er beinlínis hagur fyrir fjelagið að fá þessa vörutegund til flutnings, þó flutningsgjöldin lækki, heldur en láta skipin sigla tóm.