21.03.1929
Efri deild: 28. fundur, 41. löggjafarþing.
Sjá dálk 17 í D-deild Alþingistíðinda. (3551)

79. mál, vatnsveita á Hvammstanga

Fors.- og atvmrh. (Tryggvi Þórhallsson):

Það er föst regla þegar slíkum till. er beint til ríkisstj. frá deildum Alþingis, þá telur hún sjálfsagt að verða við þeim. Annars finst bæði mjer og fleirum, að hjer hafi hv. flm. gengið fram fyrir skjöldu. Að minsta kosti má undirbúningur málsins tæplega minni vera. Jeg hefði getað vænst þess t. d., að um þetta hefði eitthvað legið fyrir frá hjeraðslækni. Eða að hreppsfundur, hreppsnefnd eða jafnvel þingmálafundur hefði óskað þessa. En mjer vitanlega liggur ekkert fyrir um þetta frá slíkum aðiljum. En samt sem áður, ef þörfin reynist mikil að athuguðu máli og hv. deild vill, að slík rannsókn fari fram, þá er sjálfsagt, að ríkisstj. lætur slíka rannsókn fara fram, einkum þegar kröfunum er svo í hóf stilt, að þetta má framkvæma þegar starfsmenn þeir, sem mælingarnar mundu framkvæma, eru þar á ferð hvort sem er.