28.02.1929
Neðri deild: 10. fundur, 41. löggjafarþing.
Sjá dálk 29 í D-deild Alþingistíðinda. (3568)

41. mál, aukin landhelgisgæsla

Pjetur Ottesen:

Jeg ætla aðeins að benda á það, til viðbótar því, sem jeg hefi áður sagt, að mikil nauðsyn er og á því fyrir þá, sem stunda fiskveiðar á mótorbátum á vetrarvertíðinni í Faxaflóa, að varðskipin væru til verndar skemdum á veiðarfærum þeirra af völdum botnvörpunga, þó það sje utan landhelginnar. Bæði á Sandgerðis- og Akranesmiðunum er það algengt, að botnvörpungar sækja að, þar sem vjelbátar eru að veiðum. Það hefir verið símað til mín núna þessa dagana, að bátar bíði oft mikið tjón á veiðarfærum af yfirgangi botnvörpunganna. Ýmsir bátar hafa t. d. tapað miklum hluta af lóðunum. Í tilefni af þessu vildi jeg beina því til hæstv. dómsmrh., hvort hann vill ekki stuðla að því, að Óðinn geti farið á vettvang á þessar stöðvar og reynt að veita bátunum einhverja vernd.