22.03.1929
Neðri deild: 29. fundur, 41. löggjafarþing.
Sjá dálk 32 í D-deild Alþingistíðinda. (3571)

41. mál, aukin landhelgisgæsla

Hjeðinn Valdimarsson:

Jeg vil þakka hv. sjútvn. fyrir, hvernig hún hefir tekið í till., og munum við flm. geta fallist á þá brtt. að öllu leyti, sem n. hefir lagt til. Þó að brtt. sje þannig orðuð, sem hún er, þá er gengið út frá, að þessi nýja landhelgisgæsla verði aðallega á Seltirninga- og Akurnesingamiðum, því að víðar getur hún varla náð til, án þess að hnekkir verði af fyrir gæsluna á þessum miðum, þar sem hennar er mest þörf.