03.04.1929
Neðri deild: 35. fundur, 41. löggjafarþing.
Sjá dálk 62 í D-deild Alþingistíðinda. (3594)

41. mál, aukin landhelgisgæsla

Hjeðinn Valdimarsson:

Jeg vil aðeins mælast til þess við hæstv. forseta, að hann láti málið koma til atkv. nú, en taki það ekki út af dagskrá, þar sem ekki er ástæða til þess að geyma það lengur. Það hefir nú verið tvisvar til umr. hjer og hv. þm. V.-Húnv. gat haft nægan tíma til þess að undirbúa sínar brtt. Auk þess tel jeg enga þörf á að hnýta þessu aftan í þáltill. um aukna landhelgisgæslu á Faxaflóa. Ef menn vilja fá aukna gæslu á Húnaflóa, Breiðafirði eða annarsstaðar, þá er þeim í lófa lagið að koma með sjerstaka þáltill. um það.