08.05.1929
Neðri deild: 64. fundur, 41. löggjafarþing.
Sjá dálk 98 í D-deild Alþingistíðinda. (3622)

30. mál, dýrtíðaruppbót

Fjmrh. (Einar Árnason):

Mjer er sagt, að við fyrri umr. þessarar till. hafi hv. 1. þm. Reykv. gert fyrirspurn um það, hvort stj. myndi nota þá heimild, er felst í till., ef hún nær samþykki. Vil jeg aðeins taka það fram, að stj. mun að sjálfsögðu nota þá heimild, ef till. verður samþ.

Hv. 1. þm. Reykv. spurði ennfremur, hvað stj. ætlaðist fyrir um undirbúning launamálsins. Jeg get um það atriði sagt það sama og í hv. Ed. og á fundi fjhn. þessarar deildar, að stj. mun bíða eftir því, að gengismálið verði leyst, áður en launamálinu verður til lykta ráðið. Get jeg því ekki sagt um það nú, hvenær stj. muni taka launamálið fyrir.