08.05.1929
Neðri deild: 64. fundur, 41. löggjafarþing.
Sjá dálk 99 í D-deild Alþingistíðinda. (3624)

30. mál, dýrtíðaruppbót

Magnús Jónsson*):

*) Ræðuhandr. óyfirlesið. Hv. þm. Borgf. var að tala um það sem fjarstæðu að fara nú að hækka laun starfsmanna, þegar dýrtíðin væri að lækka. Hvorttveggja er skakt. Dýrtíðaruppbótin á ekki að hækka, heldur standa kyr. Hagtíðindi telja meiri dýrtíð nú en í fyrra. 214 er vísitalan nú, 205 var hún í fyrra, Þess sjást og hvervetna verksummerki, því laun hafa yfirleitt hækkað um þessi áramót, t. d. sjómanna.