08.05.1929
Neðri deild: 64. fundur, 41. löggjafarþing.
Sjá dálk 99 í D-deild Alþingistíðinda. (3626)

30. mál, dýrtíðaruppbót

Fors.- og atvmrh. (Tryggvi Þórhallsson):

Jeg vildi sem þm. undirstrika ummæli hv. þm. Borgf., að þetta er óvanaleg og varhugaverð aðferð, að heimila stj. stór útgjöld með þál. Það á að gera með lagabreyt. og í fjárlögum, ef það á að gerast. En það er varhugavert að breyta lögum með þál.

En auk þess sem þessi þáltill. orkar tvímælis á þann veg, þá vil jeg spyrja hv. n. um, hvernig beri að skilja eitt atriði. Í till. segir, að heimildin taki til þeirra, er fá styrki samkv. 18. gr. fjárl. Á að skilja þetta svo, að heimildin nái ekki til þeirra, er fá styrki í öðrum gr. fjárl., t. d. Bjarna Sæmundssonar í 15. gr., Sigurðar Nordal í 15. gr. eða Einars Jónsonar myndhöggvara? Mjer skilst, að það verði meira eða minna af starfsmönnum, er falli utan við eins og till. er orðuð. Þannig fer hjer saman óvanaleg og óviðeigandi aðferð og flausturslegur undirbúningur.

Þá hafa ýmsar stofnanir ríkisins greitt starfsmönnum sínum dýrtíðaruppbót. Nú er jeg t. d. formaður Búnaðarfjelags Íslands og vil spyrja hv. n., hvort hún líti svo á, að stj. B. Í. sje heimilt að greiða þessa aukaþóknun samkv. till. Jeg óska, að n. láti í ljós sína skoðun á þessu.