08.05.1929
Neðri deild: 64. fundur, 41. löggjafarþing.
Sjá dálk 101 í D-deild Alþingistíðinda. (3629)

30. mál, dýrtíðaruppbót

Magnús Jónsson*):

*) Ræðuhandr. óyfirlesið. Það hefir verið sýnt áður, að ákvörðun Alþingis 1919 um dýrtíðaruppbótina var ekki óskeikul, því svo fór síðar, að embættismenn mistu 1/3 af því, sem þingið hafði ætlað þeim. Og þetta hefir aldrei komið eins greinilega í ljós og nú, þegar uppbótin lækkar um leið og dýrtíðin eykst.

Jeg er sammála hæstv. forsrh. og hv. þm. Borgf., að þetta er afleit leið, sem hjer er farin, og því bar jeg fram frv. um þetta sama efni. Þar er skýrt tekið fram í 2. gr., að ákvæðin nái til allrar dýrtíðaruppbótar, sem greidd er úr ríkissjóði. Og jeg held, að till. verði að skýra á sama hátt. Og eins og hv. 2. þm. Reykv. sagði, þá mun óhætt að fela hæstv. fjmrh. að úrskurða um slík vafaatriði. En þetta er ekki rjett aðferð. Þáltill. breytir ekki lögum, en hún er til leiðbeiningar fyrir stj. um vilja þingsins. Því spurði jeg um, hvort stj. mundi nota heimildina. En þetta er ekki formlega rjett leið. Það skal jeg játa.