01.03.1929
Neðri deild: 11. fundur, 41. löggjafarþing.
Sjá dálk 112 í D-deild Alþingistíðinda. (3644)

44. mál, innflutningur á lifandi dýrum

Flm. (Gunnar Sigurðsson):

Hv. 3. þm. Reykv. tók að mestu af mjer ómakið, og þakka jeg hv. þm. fyrir hans góðu undirtektir og skilning á þessu máli. En jeg hafði hugsað mjer að benda á þá leið, að það mætti einangra dýrin í eyjum.

Að því er snertir dýralæknana, þá vil jeg geta þess, að það voru fleiri en einn dýralæknir, sem jeg átti tal við um þetta, og sögðu þeir mjög vel hægt að búa svo um, að ekki stafaði hætta af. Og jeg vona, þó að þessu máli verði vísað til n., að það nái samt fram að ganga.