08.05.1929
Neðri deild: 64. fundur, 41. löggjafarþing.
Sjá dálk 137 í D-deild Alþingistíðinda. (3671)

104. mál, fiskimat

Pjetur Ottesen:

Hv. flm. hefir bent á ýms atriði í fiskimatslögunum, sem laga þarf, og er það hverju orði sannara, að svo sje. Hv. 1. þm. S.-M. benti á, að 1927 hafi verið skiftar skoðanir um ákveðin atriði í málinu, og hefir beint til stj., sem tekur þetta mál til meðferðar, að hún taki til athugunar, að skipaður verði yfirmatsmaður fyrir alt landið, sem komi samræmi á matið. Jeg vil beina því til hæstv. stj., að við endurskoðun matslaganna taki hún tillit til hinna mismunandi skoðana, sem fram komu hjer í d. 1927 um ýms atriði þessa máls.