11.05.1929
Efri deild: 66. fundur, 41. löggjafarþing.
Sjá dálk 155 í D-deild Alþingistíðinda. (3685)

139. mál, fátækralög

Halldór Steinsson:

Jeg held, að hv. 4. landsk. hafi misskilið till. Það virðist vaka fyrir honum, að till. eigi að útiloka fátækraflutning. Jeg hefi ekki skilið hana svo, þó reyndar bendi fyrirsögnin í þá átt. Jeg hefi skilið hana svo, að það hafi vakað fyrir flm. að koma í veg fyrir, að börn væru skilin frá foreldrum sínum, þó þau kæmust á sveit. Þetta er tvent óskylt.

Jeg hefi bætt við brtt. mína brtt. við fyrirsögnina, svo hún komi ekki í bág við efni till.