18.05.1929
Efri deild: 76. fundur, 41. löggjafarþing.
Sjá dálk 258 í D-deild Alþingistíðinda. (3782)

148. mál, skólasjóður Herdísar Benediktsen

Halldór Steinsson*):

*) Ræðuhandr. óyfirlesið. Mjer finst aðalatriði þessa máls ennþá ósvarað af hæstv. dómsmrh., og það er, hvort leitað hafi verið samþykkis hlutaðeigandi sýslunefnda um þessar ráðstafanir. Hæstv. dómsmrh. hefir ekki borið á móti því, að það sje rjett, en mjer virðist það skilyrðið fyrir því, að gjöfina megi setja í samband við skólann, að sýslunefndirnar samþykki það fyrir sitt leyti, enda er þá síðasta vilja frú Herdísar fullnægt. Jeg vona, að hæstv. ráðh. gefi upplýsingar um þetta atriði, og ef þetta hefir ekki verið gert, álít jeg, að nauðsyn beri til, að það verði gert, eftir því sem í garðinn er búið.