18.05.1929
Efri deild: 76. fundur, 41. löggjafarþing.
Sjá dálk 259 í D-deild Alþingistíðinda. (3784)

148. mál, skólasjóður Herdísar Benediktsen

Jón Þorláksson:

Jeg stóð aðeins upp til að leiðrjetta missögn hjá hæstv. dómsmrh. Hann sagði, að staðurinn hefði verið endanlega ákveðinn af Jóni heitnum Magnússyni, en það er rangt, því að ef sýslunefndirnar í Vesturamti hefðu ekki veitt samþykki sitt til þess, hefði gjöf Magnúsar Friðrikssonar fallið aftur í hendur hans. Þetta er frekar formsatriði, en sjálfsagt er það, að þegar stj. byrjar á að nota Herdísarsjóðinn, verður hún að fara eftir ákvæðum gjafabrjefsins og uppfylla þau skilyrði, sem þar eru sett. Það er óhjákvæmilegt að framfylgja því, og jeg tel stj. gera sig seka, ef hún lætur það undir höfuð leggjast, en rekur Staðarfellsskólann fyrir fje úr sjóðnum án þess að uppfylla sett skilyrði.