22.04.1929
Efri deild: 51. fundur, 41. löggjafarþing.
Sjá dálk 432 í B-deild Alþingistíðinda. (379)

8. mál, lendingar- og leiðarmerki

Erlingur Friðjónsson:

Hv. frsm. hefir beðið mig að mæla hjer fáein orð með brtt. n., þar eð hann hefir ekki getað mætt hjer í dag.

N. hefir farið ítarlega yfir frv. og hefir ekki annað að athuga við það en það, að í 4. gr. er ekki nægilega skýrt tekið fram um það, hverjum beri að annast uppsetningu leiðarmerkja, þar sem svo hagar til, að landeigandi tekur uppsátursgjald af bátum. Er það till. n., að skýrt og ótvírætt verði tekið fram, að hver sá, er uppsátursgjald tekur af bátum, eigi að annast uppsetningu leiðarmerkja, er fallið hafa, eða ef setja þarf ný leiðarmerki, en að öðrum kosti hreppsnefnd.

Jeg geri ráð fyrir, að hv. d. samþ. till. n., sem frekar má heita leiðrjetting en breyt. Það er í samræmi við önnur ákvæði laganna, að þetta er sett inn í þau.