18.05.1929
Efri deild: 76. fundur, 41. löggjafarþing.
Sjá dálk 263 í D-deild Alþingistíðinda. (3791)

148. mál, skólasjóður Herdísar Benediktsen

Ingvar Pálmason*):

*) Ræðuhandr. óyfirlesið. Jeg ætla ekki að fara að deila um það við hv. 2. landsk., hvort ríkisstj. hefir brotið lög, þegar hún tók við Staðarfellsgjöfinni, en hitt er víst, að þegar samningar voru gerðir við Staðarfellshjónin, þá var ákveðið, hvar skólinn skyldi standa. Ef þetta er rjett, þá þarf að leiðrjetta það, en það verður ekki gert með einfaldri þáltill. eins og hjer er ætlast til. Hjer er líka um það að ræða, að með slíkri ráðstöfun sje ekki endanlega ákveðið, hvar skólinn skuli standa, en hin rökst. dagskrá gengur í þá átt, að ef samþykki fáist, skuli skólinn standa á Staðarfelli og vera kostaður af Herdísarsjóðnum.