13.03.1929
Neðri deild: 21. fundur, 41. löggjafarþing.
Sjá dálk 388 í D-deild Alþingistíðinda. (3871)

49. mál, almannatryggingar

Pjetur Ottesen:

Ef gengið er út frá því, að stj. leggi ekkert verk í undirbúning þessa máls, þá má segja, að kostnaðurinn sje samur við að fela heimi það til undirbúnings og að skipa sjerstaka n. En ef stj. vinnur eitthvað að málinu sjálf, og þess verður að krefjast af hverri stj. að hún vinni að undirbúningi þingmála, þá leiðir það af sjálfu sjer, að kostnaður við undirbúning málsins mundi verða minni en ella.