18.05.1929
Neðri deild: 72. fundur, 41. löggjafarþing.
Sjá dálk 408 í D-deild Alþingistíðinda. (3882)

126. mál, þjóðaratkvæðagreiðsla um samkomustað Alþingis

Ólafur Thors:

Hv. 1. flm. þessarar till. hefir haldið hugðnæma ræðu í 11/2klst. og hann var svo klökkur í rómnum og jeg gat ekki í fyrstu skilið, hvernig stóð á því. Þegar jeg svo leit á dagskrána, sá jeg, að næsta mál á henni var hið svokallaða „ömmufrv.“, sem hv. þm. hefir verið kallaður afi út af. Þá skildi jeg, að þessi hugðnæma ræða var nokkurskonar húskveðja. Því af hans löngu framsöguræðu í þessu máli leiðir óhjákvæmilega, að „amma“ „dagar uppi“. Hv. þm. hefir verið frsm. margra stórra mála, en hann hefir þá ekki fengist til að svara og neitað að gefa skýringar, þó fram á það hafi verið farið við hann, en nú bregður mær vana sínum og heldur ræðu 1½ klst. Hinni löngu ræðu svara jeg með stuttri fyrirspurn. Hvaða mál er það, sem þm. hafa vit á að dæma um til jafns við kjósendur, ef ekki einmitt þetta: hvar Alþingi eigi að vera háð? Ef við getum ekki best dæmt um það sjálfir, álít jeg best að leggja niður þingið og fá kjósendum öll mál í hendur.