06.04.1929
Neðri deild: 38. fundur, 41. löggjafarþing.
Sjá dálk 446 í B-deild Alþingistíðinda. (414)

106. mál, kynbætur hesta

Frsm. (Lárus Helgason):

Jeg vil aðeins benda á það, að ræða hv. þm. V.-Húnv. sannar algerlega mitt mál. Hann talar um, að of mikið sje af hrossum, og tel jeg það satt vera. Þá sje jeg ekki betur en að hin rjetta aðferð sje sú, að fækka hrossunum, en fara því betur með þau og leggja stund á að bæta kynið. Að þessu athuguðu ætti hv. þm. að greiða atkv. með frv.