29.04.1929
Efri deild: 56. fundur, 41. löggjafarþing.
Sjá dálk 489 í B-deild Alþingistíðinda. (467)

83. mál, lögreglustjóri á Akranesi

Jóhannes Jóhannesson:

Það er einungis stutt aths. Jeg lít svo á, að ákvæðin í 3. gr. eigi að vera til tryggingar því, að í þetta starf veljist hæfur maður og að íhlutun ríkisvaldsins um skipun hans byggist á því, að ríkið felur honum á hendur skattheimtu og tollgæslu og önnur ábyrgðarmikil störf. Og ef þetta frv. nær ekki fram að ganga, þá mun að sjálfsögðu koma fram krafa um að gera Akranes að sjerstökum kaupstað. Mjer virðist Alþ. tæplega geta, samræmisins vegna, neitað þeirri kröfu, það sem það hefir fyrir ekki löngu samþykt, að miklu minna kauptún fengi kaupstaðarrjettindi. Jeg mæli því eindregið með þessu frv., einkum með tilliti til sparnaðar ríkissjóðs. og vil jeg leggja til, að það verði samþ. óbreytt eins og það kom frá hv. Nd.